Viðskipti erlent

Stærsti koparframleiðandi í heimi verður til

Bandaríska námafyrirtækið Freeport-McMoran hefur ákveðið að kaupa samkeppnisaðila sinn Phelps Dodge fyrir 25,9 milljarða bandaríkjadali eða 1.830 milljarða íslenskra króna. Með viðskiptunum verður til stærsti koparframleiðandi í heimi.

Kaupverð nemur 126,46 dölum eða 8,939 krónum, á hlut sem er 33 prósentum yfir lokagengi Phelps Dodge í lok síðustu viku.

Reiknað er með að hagnaður sameinaðra félaga á árinu muni nema 7,9 milljörðum bandaríkjadala eða 558,5 milljörðum íslenskra króna.

Kaupin eru háð samþykki samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum.

Phelps Dodge framleiðir kopar og starfrækir námur og koparvinnslu í Norður-og Suður-Ameríku, í Evrópu og Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×