Viðskipti erlent

Olíuverð ekki lægra síðan í desember

Við bensínstöð í Kína.
Við bensínstöð í Kína.
Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði lítillega á helstu fjármálamörkuðum í dag meðal annars vegna aukinna umframbirgða af olíu. Verðið hefur ekki verið lægra síðan í desember á síðasta ári.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 9 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 57,24 bandaríkjadali á tunnu en það er svipað verð og tunnan stóð í í desember í fyrra.

Þá lækkaði verð á Norðursjávarolíu um 15 sent á markaði í Bretlandi og fór í 58,51 dal á tunnu. Til skamms tíma í morgun fór verð á Norðursjávarolíunni í 58,16 dali á tunnu en slíkt verð hefur ekki sést síðan í febrúar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×