Viðskipti erlent

Minni verðbólga á evrusvæðinu

Fáni Evrópusambandsins.
Fáni Evrópusambandsins.

Vísitala neysluverðs í ágúst mældist 2,3 prósent á ársgrundvelli á evrusvæðinu. Þetta jafngildir því að verðbólga hafi minnkað um 0,1 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Þetta er í samræmi við spár hagfræðinga.

Evrópski seðlabankinn segist eftir sem áður fylgjast grannt með þróun mála en greiningaraðilar búast við að bankinn hækki stýrivexti á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans í október. Stýrivextir á evrusvæðinu eru nú 3 prósent en búist er við að þeir geti orðið 3,5 prósent fyrir árslok.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×