Viðskipti erlent

Lítil hækkun á olíuverði

Olíuborpallur í Norðursjó.
Olíuborpallur í Norðursjó. Mynd/AFP

Verð á hráolíu hækkaði lítillega á helstu mörkuðum í dag eftir lækkanir í fyrstu viðskiptum dagsins. Lægst fór verðið í 67,41 bandaríkjadal á tunnu og hafði ekki verið lægra síðan í byrjun apríl. Sérfræðingar telja líkur á að olíuverðið geti lækkað um allt að 10 dali til viðbótar.

Verð á olíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 33 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 67,83 bandaríkjadali á tunnu. Verð á Brent Norðursjávarolíu hækkaði hins vegar um 20 sent á markaði í Lundúnum í Bretlandi og stendur nú í 67,13 dölum á tunnu.

Olíuverðið hefur lækkað um 6 prósent síðastliðinn hálfan mánuð og eru líkur á að verðið lækki um allt að 10 dali út árið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×