Viðskipti erlent

Olíuverð hækkaði um rúman dal

Olíuborpallur.
Olíuborpallur. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði um rúman Bandaríkjadal á helstu mörkuðum í dag vegna hættu á að hitabeltisstormar á Karabíska hafinu geti spillt fyrir olíuframleiðslu við Mexíkóflóa og óttast fjárfesta við að Íranar muni draga úr útflutningi á olíu verði viðskiptabann sett á landið vegna kjarnorkuáætlunar stjórnvalda.

Verð á hráolíu, sem afhent verður í október, hækkaði um 1,27 dali á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 73,63 dali á tunnu. Verð á Norðursjávarolíu, sem afhent verður í sama mánuði, hækkaði hins vegar um 1,14 dali í rafrænum viðskiptum á markaði í Lundúnum í Bretlandi og fór í 73,82 dali á tunnu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×