Viðskipti erlent

Olíuverð nálægt 78 dölum á tunnu

Olíuborpallur.
Olíuborpallur. Mynd/AFP

Heimsmarkaðsverð á olíu lá við 78 dali á tunnu í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu mörkuðum og stendur verðið nálægt sögulegu hámarki. Ástæðan fyrir svo háu verði skrifast fyrst og fremst á loftárásir Íslaelsmanna á Líbanon en árásir skæruliðahópa á olíuvinnslustöðvar erlendra fyrirtækja í Nígeríu og vaxandi spenna vegna kjarnorkuáætlunar Írana á einnig hlut að máli.

Verð á Norðursjávarolíu hækkaði um 41 sent í Lundúnum í Bretlandi í morgun og stóð í 77,99 dölum á tunnu.

Á föstudag fór olíuverðið í hæstu hæðir þegar það fór í 78,40 dali á tunnu til skamms tíma og endaði í 77,58 dölum á tunnu.

Fjármálasérfræðingar töldu fyrir helgi víst að olíuverð geti farið yfir 80 dali á tunnu endi átökin á milli Ísraela og Líbana ekki fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×