Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu í Japan

Mynd/AFP

Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Tókýó í Japan hækkuðu annan daginn í röð í dag m.a. vegna þess að fjárfestar telja stýrivaxtahækkun í Bandaríkjunum lokið í bili auk þess sem spáð er góðri afkomu tæknifyrirtækja.

Nikkei-225 hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,68 prósent, 117,26 punkta, og endaði í 17.350,12 stigum.

Bréf í hátæknifyrirtækinu Sony Corp. hækkuðu um 2,1 prósent og enduðu í 49 dollurum á hlut í kjölfar þess að stjórn fyrirtækisins greindi frá því að sjónvarpsframleiðsludeild fyrirtækisins horfi fram á betri tíma. Deildin hefur í nokkurn tíma skilað tapi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×