Viðskipti erlent

Nasdaq íhugar aukin kaup í LSE

Mynd/AFP

Stjórn Nasdaq-markaðarins útiloka ekki að fleiri hlutir verði keyptir í kauphöllinni í Lundúnum (LSE) í Bretlandi. Markaðurinn keypti tæp 15 prósent af tveimur stórum hluthöfum í kauphöllinni í gær og er nú stærsti einstaki hluthafinn í LSE. Gengi bréfa LSE hækkuðu um 13 prósent í kjölfar kaupanna.

Samkvæmt breskum yfirtökulögum er Nasdaq-markaðinum hins vegar meinað að kaupa fleiri hlutabréf í LSE í eina viku. Að því loknu má markaðurinn auka eign sína um 14,91 hlut til viðbótar.

Nasdaq-markaðurinn gerði yfirtökutilboð í LSE í síðasta mánuði en dró það til baka án skýringa í lok mánaðarins. Fyrsta tilboð Nasdaq hljóðaði upp á 950 pens á hlut. Markaðurinn keypti nýju hlutina hins vegar á nokkuð hærra verði eða 1.175 pens á hlut.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×