Viðskipti erlent

NTL kaupir Virgin Mobile

Richard Branson, stofnandi Virgin-keðjunnar, hangandi utan á húsnæði Virgin Mobile í París í Frakklandi á mánudag.
Richard Branson, stofnandi Virgin-keðjunnar, hangandi utan á húsnæði Virgin Mobile í París í Frakklandi á mánudag. Mynd/AFP

Stjórn breska fjárfestingafyrirtækisins Virgin Group hefur samþykkt yfirtökutilboð breska kapalfyrirtækisins NTL á farsímasviði fyrirtækisins, Virgin Mobile. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 962,4 milljónir punda, jafnvirði rúmlega 122 milljarða íslenskra króna. Eftir kaupin verður til fyrsta fyrirtækið á Bretlandseyjum sem býður jafn kapalsjónvarpsstöðvar, netveitu, fastlínusamband og farsímaþjónustu.

Enn á eftir að komast að niðurstöðu um yfirtökutilboðið. Búist er við að hluthafar Virgin Group fái ýmist greitt í peningum, 372 pens á hlut, eða í hlutabréfum í NTL. Jafnvel getur farið svo að greiðslan verði blanda af báðum. Verði það raunin mun Virgin Group verða stærsti hluthafinn í sameinuðu félagi.

Sir Richard Branson, stofnandi Virgin-keðjunnar, á 71 prósenta hlut í Virgin Mobile.

NTL gerði yfirtökutilboð í farsímahluta Virgin í lok síðasta árs sem hljóðaði upp á 871 milljón pund en því var ekki tekið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×