Viðskipti erlent

Grísk farsímafyrirtæki höfðu samráð

Gríska fjarskiptastofnunin sektaði í dag þrjú stærstu farsímafyrirtæki landsins fyrir að hafa allt frá síðasta ári haft samráð um gjaldskrá smáskilaboða. Sektin sem hvert fyrirtæki verður að greiða nemur einni milljón evra, jafnvirði rúmra 84,4 milljóna íslenskra króna.

Fyrirtækin sem um ræðir eru Cosmote Mobile Telecommunications, TIM Hellas Telecommunications og Vodafone Group PLC.

Í úrskurði fjarskiptafstofnunarinnar kemur fram að samráðið hafi byrjað síðasta vor í fyrra þegar fyrirtækin ákváðu öll að hækka gjaldskrá fyrirtækjanna fyrir notkun smáskilaboða og sé það brot á samkeppnislögum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×