Viðskipti erlent

Hagræðing hafin hjá British Airways

Willie Walsh, framkvæmdastjóri breska flugfélagsins British Airways, er byrjaður að sveifla niðurskurðarhnífnum og ætlar að segja upp 400 manns hjá flugfélaginu í hagræðingarskyni. Störfin sem lögð verða niður eru hjá símsvörunarþjónustu fyrirtækisins í Belfast á Írlandi sem tók við bókunum í flug á vegum félagsins. Ástæðan fyrir þessu er sögð sú, að bókunum á netinu hefur fjölgað mikið.

„Bókarnir í gegnum síma hafa dregist saman um 60 prósent frá árinu 2001," segir Martin George, hjá yfirmaður viðskiptasviðs hjá British Airways, og benti á að fyrirtækið hefði lokað símabókunarþjónustu í Lundúnum vegna þessa fyrir tveimur árum.

Þá sagði hann jafnframt að eignir British Airways væru alltof margar miðað við umfang og stærð flugfélagsins og muni fyrirtækið losa sig við þær í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×