Viðskipti erlent

Stýrivextir óbreyttir í Bretlandi

Bankastjórn Englandsbanka ákvað á fundi sínum í dag að hækka ekki stýrivexti í Bretlandi. Þeir eru nú 4,5 prósent og hafa haldist óbreyttir síðastliðna sjö mánuði. Stöðugleiki í bresku efnahagslífi og jákvæð breyting á fasteignamarkaði eru talin ástæða þess að bankastjórnin ákvað að halda vöxtunum óbreyttum.
 
Síðasta breyting stýrivaxta í Bretlandi var í ágúst á síðasta ári en þá lækkuðu þeir um fjórðung úr prósenti.
 
Niðurstaðan kemur fyrirtækjum í iðnaði til góða, að því er breska ríkisútvarpið greinir frá. Fjármálasérfræðingar í Bretlandi segja að búist hafi verið við þessari niðurstöðu og telja líkur á að vextirnir haldist óbreyttir út árið.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×