Viðskipti erlent

Danir vilja efsta skattþrepið í burt

Danir vilja afnema efsta skattþrepið og telja að það skili meira fjármagni í ríkiskassann.
Danir vilja afnema efsta skattþrepið og telja að það skili meira fjármagni í ríkiskassann. MYND/AFP

Rannsóknastofnun í Danmörku hefur lagt til í nýrri skýrslu að efsta tekjuskattþrep landsins verði aflagt. Verði það gert megi gera ráð fyrir auknum tekjum í danska ríkiskassann.

Stofnunin telur skattþrepið úrelt enda hafi því verið komið á þegar tiltölulega fáir náðu hæsta tekjuflokki. Laun hafi hins vegar hækkað mikið og flokkist nú um helmingur skattgreiðenda til greiðenda í þessum flokki.

Stofnunin, sem heitir Rockwool Foundation Research Unit, segir í nýrri skýrslu um danska hagkerfið að fyrir hverjar 100 danskar krónur sem greiddar eru í skatt muni 20 krónur verða eftir í ríkiskassanum.

Þá telja Samtök iðnaðarins í Danmörku sömuleiðis að verði efsta skattþrepið lagt niður, sem er um 60 prósent, muni það skila um 2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum íslenskra króna, í kassann. Segja samtökin efsta skattþrepið til ama og valda því að fólk reyni að koma sér hjá því að lenda í efstu tekjuflokkum.

Torben Tranæs, einn af höfundum skýrslunnar, sem heitir „Skattheimta, vinna og jafnrétti“, segir hátt skattstig ekki skila árangri. Þeir sem hafi hærri tekjur greiði eðlilega meira í skatt sama hvort skatturinn er hár eða ekki. Með hærri skattaálögum á þá efnameiri sé verið að kreista út úr þeim meira en góðu hófi gegni, að hans sögn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×