Viðskipti erlent

Windows Vista skapar ný störf

Bill gates, stofnandi Microsoft
Líkur eru á að starfsfólki í upplýsingatækni fjölgi um átján prósent í Danmörku þegar Windows Vista, nýtt stýrikerfi Microsoft, kemur út í janúar. Fréttablaðið/AFP
Bill gates, stofnandi Microsoft Líkur eru á að starfsfólki í upplýsingatækni fjölgi um átján prósent í Danmörku þegar Windows Vista, nýtt stýrikerfi Microsoft, kemur út í janúar. Fréttablaðið/AFP
Windows Vista, nýjasta stýrikerfi bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft, kemur á markað í Danmörku í lok janúar á næsta ári. Danska dagblaðið Börsen segir útgáfuna kalla á aukin störf og verði til 27.000 ný störf vegna þessa. Blaðið hefur eftir könnun, sem markaðsrannsóknafyrirtækið IDC gerði fyrir Microsoft, að 150.000 manns vinni í upplýsingatæknigeiranum í Danmörku nú um stundir og séu líkur á að þegar fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar í Danmörku uppfæri stýrikerfi sín frá Microsoft þá muni þrýstingur aukast svo mikið á fyrirtæki í upplýsingatækni að þau verði að fjölga starfsfólki um um átján prósent. - jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×