Viðskipti erlent

Snörp lækkun á olíuverði

Olíuvinnslustöð.
Olíuvinnslustöð.

Heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði fjórða daginn í röð í fyrstu viðskiptum dagsins á helstu fjármálamörkuðum og hefur verðið ekki verið lægra í tæpa tvo mánuði.

Olía, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði um 1,02 bandaríkjadali á markaði í New York í Bandaríkjunum og fór í 70,87 dali á tunnu en verðið hefur lækkað um 7 prósent í vikunni. Þá lækkaði verð á Norðursjávarolíu um 1,09 dali í kauphöll Lundúna og fór í 71,74 dali á tunnu.

Þrátt fyrir tíðar lækkanir síðustu daga hefur heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkað um 14 prósent á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×