Viðskipti erlent

Jafnvægi að nást á olíumarkaði

MYND/Reuters
Sprenging í olíuþörf sem valdið hefur mikilli olíuverðshækkun undanfarið virðist nú í rénun. Sérfræðingar Alþjóðaorkumálastofnunarinnar segja allt benda til þess að olíuþörfin sé nú að jafnast út eftir að hafa aukist gríðarlega undanfarin tvö ár. Eldsneytisþörf í Bandaríkjunum og Asíu, einkum Kína, var ástæða aukningarinnar en teikn eru nú á lofti um að sú þörf hafi náð hámarki og segja sérfræðingarnir allt eins líklegt að rénun sé fram undan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×