Einstaklingsmiðað nám og skóli án aðgreiningar 15. nóvember 2005 06:00 "Einstaklingsmiðað nám" og "skóli án aðgreiningar" eru hugtök sem eru talsvert í umræðunni þessa dagana, en þyrftu að vera mun meira rædd en raun ber vitni. Menntasvið Reykjavíkurborgar efndi þó til tveggja opinna funda um einstaklingsmiðað nám í síðustu viku og Kennarafélag Reykjavíkur efndi til málstofu um skóla án aðgreiningar, sömuleiðis í síðustu viku. Það var ljóst, einkum á síðastnefnda fundinum, að fólki er mikið niðri fyrir. Nú þarf að taka fram að ofangreind hugtök eru markmið Menntasviðs Reykjavíkurborgar en ég hef ekki kynnt mér markmið annarra sveitarfélaga. Það er hins vegar hlutverk höfuðborgarinnar að leggja línur, vera leiðandi og móta stefnu, þannig að væntanlega taka einhver sveitarfélög mið af markmiðum höfuðborgarinnar. Nú verður ekki deilt um þessi markmið í sjálfu sér. Þau falla einfaldlega að þeim kristnu gildum sem við lifum samkvæmt hér á landi. Það er rétt að stefna að því að hver nemandi læri á sínum eigin forsendum með þeim aðferðum sem honum henta. Það er rétt að allir nemendur eiga rétt á skólagöngu á eigin forsendum. Sem börn lærum við að það er ljótt að gera upp á milli og reynum oftast að fylgja þeirri grundvallarstefnu. Um þetta eru örugglega allir sammála. En þegar kemur að því að ræða aðferðir og tæki og tól verður staðan heldur erfiðari. Kennarar hafa reyndar alltaf haft einstaklingsmiðað nám að leiðarljósi, þ.e. reynt af fremsta megni að nálgast nemendur á þeirra forsendum og aðstoða þá við að ná árangri, hvern og einn. Það er hins vegar augljóst mál að það er ódýrara að kenna hópum og "gamla ítroðsluaðferðin" sem formaður Menntaráðs talaði um heldur í niðrandi tón í liðinni viku, sjálfsagt hvorki í fyrsta né síðasta sinn, hefur marga kosti. Kennarar þekkja það af áratuga reynslu að þegar nýtt námsefni eða ný aðferð er lögð inn við töflu fyrir framan stóran hóp nemenda má reikna með að um 80 og allt upp í 90% nemenda skilji og læri. Sá hópur getur því haldið áfram og leyst verkefni sem við eiga og unnið á eigin forsendum. Þá gefst tími til að sinna þeim 10-20% sem eftir eru og eiga erfiðara með skilning meðan aðrir halda áfram vinnu sinni. Það var í raun sérlega ánægjulegt að heyra formann Menntasviðs tala um það á títtnefndum fundi að einstaklingsmiðað nám sé dýrara en ,,ítroðsluaðferðin". Það er gott til að vita að skilningur á því skuli fyrir hendi, ég var nefnilega ekki viss um að svo væri. Gott og blessað. Kennarar hafa hins vegar fengið inn í hina almennu skólastofu nemendur sem áður áttu tryggt skjól í sérdeildum og sérskólum. Því fer fjarri að þeim fylgi sá stuðningur sem þeir þarfnast og eiga sjálfsagt rétt á. Sumir þessara nemenda, sem nú eru í almennum bekkjardeildum, eru í raun veikir, í sumum tilfellum veikir á geði. Það er falleg hugsun að gefa öllum kost á að stunda nám í sínum heimaskóla með öðrum börnum hverfisins en hún gengur ekki alltaf upp. Sumum þessara barna líður ekkert sérstaklega vel við þessar aðstæður. Mörgum öðrum börnum líður heldur ekkert sérstaklega vel því stundum gengur erfiðlega að fá vinnufrið í kennslustundum. Það undrar mig oft hversu hljóðlátur sá hópur foreldra er, sem á börn sem óska þess eins að hafa vinnufrið og fá að stunda sitt nám af kostgæfni án utanaðkomandi truflana. Kennurum líður þessa dagana svolítið eins og nú sé ætlast til að þeir fljúgi af stað - án vængja. Kannski eru kennarar of samviskusamir, of uppteknir af því að ná þessum markmiðum. Sviðsstjóri Menntasviðs sagði nefnilega á einum þessara funda að ekki mætti taka þau markmið of alvarlega. Það skal viðurkennt að þá lyftust brúnir í nokkurri forundran því skilaboðin inn í skólana hafa verið á þá leið að taka skuli þessi markmið býsna alvarlega. Það er kannski bara misskilningur. En lítið sést af verkfærum. Tölvukostur skólanna er víða ekki boðlegur. Námsefni sem fellur að þessum markmiðum er sjaldnast til staðar. Hugmyndafræðin er falleg en kannski ekki alveg jafn raunsæ, ekki nema með mun meiri breytingum en nú eru í augsýn. Breytingar kosta peninga og tíma, það er þeirra eðli. Reykjavíkurborg hefur vissulega sett meira fjármagn inn í skólanna á síðustu árum en áður var gert. Eigi skólarnir að ná þeim markmiðum sem fram eru sett þarf þó mun meira til. n Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
"Einstaklingsmiðað nám" og "skóli án aðgreiningar" eru hugtök sem eru talsvert í umræðunni þessa dagana, en þyrftu að vera mun meira rædd en raun ber vitni. Menntasvið Reykjavíkurborgar efndi þó til tveggja opinna funda um einstaklingsmiðað nám í síðustu viku og Kennarafélag Reykjavíkur efndi til málstofu um skóla án aðgreiningar, sömuleiðis í síðustu viku. Það var ljóst, einkum á síðastnefnda fundinum, að fólki er mikið niðri fyrir. Nú þarf að taka fram að ofangreind hugtök eru markmið Menntasviðs Reykjavíkurborgar en ég hef ekki kynnt mér markmið annarra sveitarfélaga. Það er hins vegar hlutverk höfuðborgarinnar að leggja línur, vera leiðandi og móta stefnu, þannig að væntanlega taka einhver sveitarfélög mið af markmiðum höfuðborgarinnar. Nú verður ekki deilt um þessi markmið í sjálfu sér. Þau falla einfaldlega að þeim kristnu gildum sem við lifum samkvæmt hér á landi. Það er rétt að stefna að því að hver nemandi læri á sínum eigin forsendum með þeim aðferðum sem honum henta. Það er rétt að allir nemendur eiga rétt á skólagöngu á eigin forsendum. Sem börn lærum við að það er ljótt að gera upp á milli og reynum oftast að fylgja þeirri grundvallarstefnu. Um þetta eru örugglega allir sammála. En þegar kemur að því að ræða aðferðir og tæki og tól verður staðan heldur erfiðari. Kennarar hafa reyndar alltaf haft einstaklingsmiðað nám að leiðarljósi, þ.e. reynt af fremsta megni að nálgast nemendur á þeirra forsendum og aðstoða þá við að ná árangri, hvern og einn. Það er hins vegar augljóst mál að það er ódýrara að kenna hópum og "gamla ítroðsluaðferðin" sem formaður Menntaráðs talaði um heldur í niðrandi tón í liðinni viku, sjálfsagt hvorki í fyrsta né síðasta sinn, hefur marga kosti. Kennarar þekkja það af áratuga reynslu að þegar nýtt námsefni eða ný aðferð er lögð inn við töflu fyrir framan stóran hóp nemenda má reikna með að um 80 og allt upp í 90% nemenda skilji og læri. Sá hópur getur því haldið áfram og leyst verkefni sem við eiga og unnið á eigin forsendum. Þá gefst tími til að sinna þeim 10-20% sem eftir eru og eiga erfiðara með skilning meðan aðrir halda áfram vinnu sinni. Það var í raun sérlega ánægjulegt að heyra formann Menntasviðs tala um það á títtnefndum fundi að einstaklingsmiðað nám sé dýrara en ,,ítroðsluaðferðin". Það er gott til að vita að skilningur á því skuli fyrir hendi, ég var nefnilega ekki viss um að svo væri. Gott og blessað. Kennarar hafa hins vegar fengið inn í hina almennu skólastofu nemendur sem áður áttu tryggt skjól í sérdeildum og sérskólum. Því fer fjarri að þeim fylgi sá stuðningur sem þeir þarfnast og eiga sjálfsagt rétt á. Sumir þessara nemenda, sem nú eru í almennum bekkjardeildum, eru í raun veikir, í sumum tilfellum veikir á geði. Það er falleg hugsun að gefa öllum kost á að stunda nám í sínum heimaskóla með öðrum börnum hverfisins en hún gengur ekki alltaf upp. Sumum þessara barna líður ekkert sérstaklega vel við þessar aðstæður. Mörgum öðrum börnum líður heldur ekkert sérstaklega vel því stundum gengur erfiðlega að fá vinnufrið í kennslustundum. Það undrar mig oft hversu hljóðlátur sá hópur foreldra er, sem á börn sem óska þess eins að hafa vinnufrið og fá að stunda sitt nám af kostgæfni án utanaðkomandi truflana. Kennurum líður þessa dagana svolítið eins og nú sé ætlast til að þeir fljúgi af stað - án vængja. Kannski eru kennarar of samviskusamir, of uppteknir af því að ná þessum markmiðum. Sviðsstjóri Menntasviðs sagði nefnilega á einum þessara funda að ekki mætti taka þau markmið of alvarlega. Það skal viðurkennt að þá lyftust brúnir í nokkurri forundran því skilaboðin inn í skólana hafa verið á þá leið að taka skuli þessi markmið býsna alvarlega. Það er kannski bara misskilningur. En lítið sést af verkfærum. Tölvukostur skólanna er víða ekki boðlegur. Námsefni sem fellur að þessum markmiðum er sjaldnast til staðar. Hugmyndafræðin er falleg en kannski ekki alveg jafn raunsæ, ekki nema með mun meiri breytingum en nú eru í augsýn. Breytingar kosta peninga og tíma, það er þeirra eðli. Reykjavíkurborg hefur vissulega sett meira fjármagn inn í skólanna á síðustu árum en áður var gert. Eigi skólarnir að ná þeim markmiðum sem fram eru sett þarf þó mun meira til. n
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun