Viðskipti erlent

Gengi dollarans lækkar á ný

Gengi dollarans lækkaði enn á ný gangvart helstu gjaldmiðlum í morgun eftir að hafa staðið í stað eða hækkað lítillega seinnipart síðustu viku. Á morgun koma upplýsingar um þróun í viðskiptum í Bandaríkjunum sem hafa áhrif á ákvarðanir bandaríska seðlabankans um vaxtastigið. Sérfræðingar á markaði segja upplýsingar um milliríkjaviðskipti, flæði fjármagns og fjárlagahalla valda því að gengið lækki. Á tólfta tímanum var sölugengi dollarans 63,22 krónur, nokkru hærra en það var á tímabili í síðustu viku. Olíuverð á heimsmarkaði lækkaði einnig í morgun eftir að hafa hækkað lítillega í Asíu. Ástæða lækkunarinnar er sú að sérfræðingar hafa ekki trú á að OPEC-ríkin standi við fyrirætlanir um að draga úr framleiðslu í upphafi næsta árs, eins og samþykkt var að gera á fundi olíumálaráðherra ríkjanna á föstudaginn var.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×