Örasta olíuverðlækkun í 13 ár 3. desember 2004 00:01 Bensínverð var lækkað hér á landi í dag. Undanfarna sólarhringa hefur olíuverð lækkað svo ört á heimsmarkaði að leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna sambærileg dæmi. Olía og dollar eru í frjálsu falli og því hugsanlegt að verðið geti lækkað enn frekar. Ástæða lækkunarinnar er sögð breytingar á heimsmarkaðsverði og styrking krónunnar gangvart dollarnum. Bæði Skeljungur og Olíufélagið lækkuðu bensínlítrann um 1 krónu og 40 aura og dísel lækkaði um 1 krónu og 50 aura. Hjá Olís segjast menn hafa lækkað verð á nánast hverjum einasta degi í vikunni en senda ekki út tilkynningar um það, enda sé misjafnt verð eftir stöðvum. Það sé stefna félagsins að bjóða samkeppnishæft verð á hverjum tíma. Þeir talsmenn olíufélaganna sem fréttastofan ræddi við í dag sögðu erfitt að segja til um hvort að frekari lækkun væri væntanleg, en töldu þó almennt bjartara framundan. Í ljósi þess að bæði dollar og olíuverð virðast í frjálsu falli gæti þó verið svigrúm til frekari lækkunar, en lækkunin nú er einmitt vegna þróunar olíuverðs á heimsmarkaði. Undanfarna tvo sólarhringa hefur lækkun verið umtalsverð, eða um 12% á markaði í New York. Verðið á fatinu er því rúmlega 42 dollar eftir að hafa náð hámarki í kringum 55 dollara í haust. Þetta er jafnframt mesta lækkun olíuverðs á heimsmarkaði frá því árið 1991, þegar Flóastríðinu lauk. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Hjá samtökum olíuríkja, OPEC, virðist ráðamönnum ekki lítast á blikuna. Olíumálaráðherrar aðildarríkjanna hittast á fundi eftir viku og í dag var haft eftir háttsettum heimildarmanni inna OPEC að allt eins mætti vænta þess að dregið yrði úr offramleiðslu til að hindra verðhrun. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bensínverð var lækkað hér á landi í dag. Undanfarna sólarhringa hefur olíuverð lækkað svo ört á heimsmarkaði að leita þarf aftur til ársins 1991 til að finna sambærileg dæmi. Olía og dollar eru í frjálsu falli og því hugsanlegt að verðið geti lækkað enn frekar. Ástæða lækkunarinnar er sögð breytingar á heimsmarkaðsverði og styrking krónunnar gangvart dollarnum. Bæði Skeljungur og Olíufélagið lækkuðu bensínlítrann um 1 krónu og 40 aura og dísel lækkaði um 1 krónu og 50 aura. Hjá Olís segjast menn hafa lækkað verð á nánast hverjum einasta degi í vikunni en senda ekki út tilkynningar um það, enda sé misjafnt verð eftir stöðvum. Það sé stefna félagsins að bjóða samkeppnishæft verð á hverjum tíma. Þeir talsmenn olíufélaganna sem fréttastofan ræddi við í dag sögðu erfitt að segja til um hvort að frekari lækkun væri væntanleg, en töldu þó almennt bjartara framundan. Í ljósi þess að bæði dollar og olíuverð virðast í frjálsu falli gæti þó verið svigrúm til frekari lækkunar, en lækkunin nú er einmitt vegna þróunar olíuverðs á heimsmarkaði. Undanfarna tvo sólarhringa hefur lækkun verið umtalsverð, eða um 12% á markaði í New York. Verðið á fatinu er því rúmlega 42 dollar eftir að hafa náð hámarki í kringum 55 dollara í haust. Þetta er jafnframt mesta lækkun olíuverðs á heimsmarkaði frá því árið 1991, þegar Flóastríðinu lauk. Norðursjávarolía lækkaði líka um rúma tvo dollara í gær og er komin niður í rétt rúma 40 dollara. Hjá samtökum olíuríkja, OPEC, virðist ráðamönnum ekki lítast á blikuna. Olíumálaráðherrar aðildarríkjanna hittast á fundi eftir viku og í dag var haft eftir háttsettum heimildarmanni inna OPEC að allt eins mætti vænta þess að dregið yrði úr offramleiðslu til að hindra verðhrun.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira