Donald Trump

Fréttamynd

Kínverjar reita Donald Trump til reiði

Bandaríkjaforseti segir Kínverja auka viðskipti sín við Norður-Kóreu. Tölur um viðskipti sem Trump vísar til eru frá því áður en hann fundaði með forseta Kína í apríl.

Erlent
Fréttamynd

Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur

Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum.

Erlent
Fréttamynd

Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi

Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Trump stillir upp falskri forsíðumynd af sér í fyrirtækjum sínum

Forsíðan er í rauninni mjög vel gerð en hins vegar eru gallar hennar bersýnilegir öllum þeim sem þekkja til tímaritsins. Kerri Chyka, talsmaður Time Inc staðfestir að ekki sé um raunverulega forsíðu að ræða. Trump var ekki í forsíðuviðtali Time Magazine á þessum tíma og ekki kom út blað á þeim degi sem blaðið er sagt hafa komið út.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Trump bað yfirmenn leyniþjónustunnar um að hreinsa sig opinberlega

Tveir æðstu yfirmenn leyniþjónustmála í Bandaríkjunum sögðu rannsakendum að Donald Trump hefði beðið þá um að lýsa því yfir opinberlega að ekkert væri hæft í að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við Rússa. Þeir segjast ekki hafa upplifað það sem skipun frá forsetanum.

Erlent