Innlent

Ákvæði um auðkennaþjófnað í skoðun

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er dómsmálaráðherra.
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir er dómsmálaráðherra. Fréttablaðið/Ernir
Dómsmálaráðherra hefur falið refsiréttarnefnd að skoða hvort rétt sé að setja refsiákvæði í hegningarlög sem tekur sérstaklega á auðkennaþjófnaði. Þetta kemur fram í svari ráðherra við fyrirspurn frá Líneik Önnu Sævarsdóttur sem birt var á vef Alþingis í gær.

Með auðkennaþjófnaði er átt við það athæfi að komast í óleyfi yfir notendaupplýsingar annarra einstaklinga til dæmis á samfélagsmiðlum og eiga í samskiptum og jafnvel viðskiptum í þeirra nafni.

Í svari ráðherra er vísað til ummæla Kolbrúnar Benediktsdóttur vararíkissaksóknara þess efnis að auðkennaþjófnaður hér á landi sé að aukast.

Í fyrirspurnum Líneikar er spurt um tíðni auðkennaþjófnaðar hér á landi, skilgreiningu á auðkennaþjófnaði og hver viðurlög séu við slíku í lögum. Í svari ráðherra kemur fram að refsiréttarnefnd hafi verið falið að skoða þá þætti sem fyrirspurnin tekur til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×