Innlent

Dregur úr veðurhæð eftir því sem líður á daginn

Sunna Karen Sigurþórsdótitr skrifar
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hvetur fólk til að fylgjast með veðurspá í kvöld og í nótt.
Slysavarnarfélagið Landsbjörg hvetur fólk til að fylgjast með veðurspá í kvöld og í nótt. Vísir/Vilhelm
Lægð gekk yfir landið í gærkvöldi og í nótt og um klukkan sex í morgun var lægðarmiðjan yfir miðju landinu. Það er því sunnan hvassviðri á suðaustanverðu landinu en norðaustan hvassviðri eða rok á Vestfjörðum.

Sem dæmi má nefna mældist 8 millimetra rigning á þremur klukkustundum á Siglufirði í gærkvöldi og mjög mikil úrkoma og hvassviðri hafa mælst á Ísafirði.

Um hádegisbil snýst yfir í eindregna sunnanátt á landinu, 8 til 15 metra á sekúndu, og skúrir allvíða. Þá rofar til norðan og norðaustanlands og má búast við að hiti fari upp í allt að 13 stig þegar best lætur.

Á morgun er tíðindalítið veður framan af degi, suðaustlæg eða austlæg átt, 5 til 10 metrar á sekúndu, og skúrir sunnan heiða, en fyrir norðan ætti að vera bjart veður. Annað kvöld nálgast síðan næsta lægð með vaxandi norðaustanátt og rigningu um landið suðaustanvert.

Um og eftir helgi eru norðlægar áttir ríkjandi og sígur þá hitastigið niður á við, einkum fyrir norðan þar sem úrkoma gæti farið út í slyddu, að því er segir á vef Veðurstofunnar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×