Innlent

Vegir víða lokaðir vegna óveðursins

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Allur akstur er bannaður um Kjalarnes og Mosfellsheiði og margir fjallvegir lokaðir. Mynd úr safni.
Allur akstur er bannaður um Kjalarnes og Mosfellsheiði og margir fjallvegir lokaðir. Mynd úr safni. Vísir/Auðunn
Lokað er um Hellisheiði, Sandskeið og Þrengsli vegna ófærðar. Þá er einnig lokað fyrir umferð um Kjalarnes og Mosfellsheiði. Grafarvogur og Grafarholt eru þá einnig lokuð fyrir umferð og er fólk í hverfunum beðið að halda sig innandyra fram eftir degi.

Lokað er til Súðavíkur vegna snjóflóðahættu og Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru einnig lokaðir vegna snjóflóðahættu, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni. 

Þar kemur fram að hálka og skafrenningur sé á Reykjanesbraut, ófært og stórhríð sé á Fróðárheiði, á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku, að á Vestfjörðum sé ófært á flestum fjallvegum, að vonskuveður sé á Norðurlandi með skafrenningi og snjókomu og að ófært sé á flestum fjallvegum á Austurlandi.

Hálka og þæfingur er víða á landinu.

Uppfært klukkan 10.47 með nýjustu upplýsingum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×