Innlent

Erlendir ferðamenn hissa á lokun Suðurlandsvegar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Baldur Ólafsson, björgunarsveitarmaður á Hvolsvelli, hefur staðið vaktina ásamt félögum sínum í dag. Síðdegis var Þjóðvegi 1 lokað allt frá Hvolsvelli og austur á Reyðarfjörð en nú hefur veginum víðast hvar um landið verið lokað.

Baldur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þeir hefðu þurft að vísa erlendum ferðamönnum á tíu til tólf bílum frá sem ætluðu að keyra austur frá Hvolsvelli. 

„Þeir áttu aðeins erfitt með að skilja að það væri ekki fært miðað við veðrið eins og það var. En það var hægt að koma þeim í skilning um þetta fyrir rest.“

Baldur sagði alla sýna störfum björgunarsveitarmannanna mikinn skilning og virða lokunina.

„Það reynir enginn að fara framhjá okkur.“

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×