Fótbolti

OB fékk skell

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hallgrímur og félagar í vörn OB áttu erfiðan dag á skrifstofunni.
Hallgrímur og félagar í vörn OB áttu erfiðan dag á skrifstofunni. vísir/getty
OB, lið þeirra Hallgríms Jónassonar og Ara Freys Skúlasonar, fékk skell þegar það tók á móti Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lokatölur 2-5, Bröndby í vil.

Hallgrímur lék allan leikinn í vörn OB en Ari Freyr var á bekknum og kom ekkert við sögu.

OB náði reyndar forystunni þegar Kenneth Zohore skoraði á 6. mínútu. Rodolph Austin jafnaði metin aðeins tveimur mínútum síðar og Finninn Teemu Pukki kom Bröndby svo yfir á 12. mínútu.

Thomas Kahlenberg kom OB í 1-3 eftir hálftíma leik og þannig var staðan í hálfleik og allt fram á 84. mínútu þegar Johan Elmander skoraði fjórða mark Bröndby.

Anders Jacobsen minnkaði muninn í 2-4 á lokamínútunni en Elmander átti síðasta orðið þegar hann skoraði fimmta mark gestanna í uppbótartíma.

Þetta var þriðja tap OB í síðustu fimm leikjum en liðið er með 17 stig í 8. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×