Fótbolti

Þjálfari Hólmfríðar og Þórunnar hættur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Avaldsnes hefur gengið vel á tímabilinu.
Avaldsnes hefur gengið vel á tímabilinu. mynd/facebook-síða avaldsnes
Tom Nordlie er hættur sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Avaldsnes sem Hólmfríður Magnúsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir leika með. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá félaginu í dag.

Nordlie, sem tók við Avaldsnes fyrir tímabilið, skilur þó við liðið í góðri stöðu.

Avaldsnes er í 2. sæti norsku deildarinnar með 39 stig þegar fjórum umferðum er ólokið en 2. sætið gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu. Þá er liðið komið í bikarúrslit þar sem það mætir Guðbjörgu Gunnarsdóttur og stöllum hennar í Lilleström.

„Tom Nordlie og félaginu finnst leiðinlegt að slíta samningnum þegar við erum komin í bikarúrslit og í góðri stöðu til að tryggja okkur sæti í Meistaradeild Evrópu. Að því sögðu þá eru hlutir sem eru mikilvægari í liðinu en fótbolti.

„Tom Nordlie óskar félaginu, leikmönnum og starfsliði þess, alls hins besta og vonar að félagið haldi áfram á sigurbraut,“ segir í yfirlýsingunni frá Avaldsnes.

Hólmfríður hefur skorað átta mörk í 16 deildarleikjum fyrir Avaldsnes á tímabilinu en Þórunn hefur komið við sögu í fjórum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×