Fótbolti

AGF náði í stig á Parken

Anton Ingi Leifsson skrifar
Theodór Elmar í búningi Randers þar sem hann var áður en hann gekk í raðir AGF.
Theodór Elmar í búningi Randers þar sem hann var áður en hann gekk í raðir AGF. vísir/getty
Theodór Elmar Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir nýliða AGF sem náði góðu jafntefli á útivelli gegn stórliði FCK í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en lokatölur 2-2.

Ludwig Augustinsson kom FCK yfir, en Alexander Juel Andersen jafnaði. Delaney kom FCK aftur yfir á níundu mínútu síðari hálfleik, en Morten Nordstrand jafnaði á lokamínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-2.

Bæði lið eru með níu stig; FCK eftir fimm leiki, en AGF í sjötta sæti. Liðin eru í þriðja og fjórða fimmta sæti deildarinnar.

Guðmundur Kristjánsson var í tapliði Start gegn Strømsgodset í norsku úrvalsdeildinni, en Start er í bullandi fallbaráttu. Liðið er í þrettánda sæti deildarinnar, jafn mörg og Mjöndalen sem er í fallsæti.

Aron Elís Þrándarson kom inná sem varmaaður á 68. mínútu fyrir Álasund sem tapaði 3-1 gegn Sarpsborg í sömu deild. Daníel Leó Grétarsson var ekki í leikmannahópi Álasund sem er í tíunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×