Viðskipti erlent

Hlutabréf falla skarplega í Evrópu

Hlutabréf í Evrópu hafa fallið skarplega í verði í morgun, en ástæðan er vaxandi hræðsla á mörkuðum við það að Grikkir hverfi úr evrusamstarfinu og taki upp drökmuna á nýjan leik. Samræmd hlutabréfavísitala fyrir Evrópu, DAX, hefur lækkað um 2,3 prósent það sem af er degi, en mesta lækkunin er á mörkuðum í Suður-Evrópu.

Algjör óvissa einkennir nú grísk stjórnmál en samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC í dag er talið líklegt kosningar fari fram í landinu að nýju, en stuðningur við umfangsmiklar niðurskurðaraðgerðir stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið hefur farið hratt minnkandi undanfarin misseri. Atvinnuleysi í Grikklandi er nú ríflega 20 prósent, sem er næst mesta atvinnuleysið í Evrópu. Mest er það á Spáni, eða tæplega 25 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×