Viðskipti erlent

Apple breytir auglýsingum sínum - iPad ekki 4G

Nýjasta iPad spjaldtölvan var opinberuð í mars á þessu ári.
Nýjasta iPad spjaldtölvan var opinberuð í mars á þessu ári. mynd/AP
Héðan í frá verður nýjasta spjaldtölva Apple, iPad, ekki auglýst sem 4G jaðartæki. Fyrirtækið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir auglýsingar sína eftir að í ljós kom að eiginleikar fjórðu kynslóðar farsímanetkerfa eru mismunandi milli landa — þannig er óvíst hvort að iPad geti í raun notast við 4G netkerfi í Evrópu.

Vandræði Apple hófust stuttu eftir að nýjasta iPad spjaldtölvan fór í sölu í Bretlandi. Fljótlega kom í ljós að 4G netþjónusta landsins var á öðru tíðnisviði en gengur og gerist í Bandaríkjunum. Spjaldtölvan átti því erfitt með að tengjast kerfinu.

Neytendasamtök í Bretlandi og víðar kröfðust þess að auglýsingar tæknifyrirtækisins yrðu rannsakaðar.

Samkvæmt Apple liggur rót vandans í merkingafræði — 4G tekur til margskonar netkerfa sem notast við mismunandi tíðnisvið.

Fyrirtækið mun því breyta auglýsingum sínum svo að aðeins verði rætt um þráðlaust net og almennt netkerfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×