Viðskipti erlent

Facebook á NASDAQ - fyrstu viðskipti framar vonum

Verð á hlutabréfum í samskiptamiðlinum Facebook hækkaði verulega eftir að fyrirtækið var formlega skráð á hlutbréfamarkað í dag.

Facebook var metið á um 104 milljarða dollara áður en NASDAQ markaðurinn opnaði. Því var áætlað að hver hlutur yrði seldur á 38 dollara. Í kjölfar gríðarlegrar eftirspurnar hefur verðið hækkað upp í 43 dollara á hlut.

Það var Mark Zuckberg, meðstofnandi og stjórnarformaður Facebook, sem opnaði fyrir viðskiptin í dag en það gerði hann umkringdur samstarfsfólki sínu í höfuðstöðvum Facebook í Kaliforníu.

Hlutfjárútboð Facebook er það þriðja stærsta í sögu Bandaríkjanna og kemur samskiptasíðan því á hæla fyrirtækjanna Visa og General Motors.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×