Viðskipti erlent

Stefnir í stærsta kvikmyndaár sögunnar

Árið í ár gæti orðið stærsta kvikmyndaár sögunnar hvað aðsókn varðar. Framundan eru frumsýningar á fimm stórmyndum sem samtlas kostuðu yfir 130 milljarða króna í framleiðslu.

Veislan hefst í næsta mánuði en þá verður þriðja myndin í flokknum Men in Black frumsýnd með þeim Tommy Lee Jones og Will Smith í aðalhlutverkum og Barry Sonnenfeld í leikstjórastólnum.

Í júlí verða svo tvær aðrar framhaldsmyndir sýndar en það er annarsvegar nýjasta myndin um Kóngulóarmanninn. Að þessu sinni er hetjan í þrívídd. Hinsvegar er svo um næstu Batman myndina að ræða eða The Dark Night Rises og er Christan Bale í hlutverki leðurblökumannsins.

Í haust er svo von á Skyfall, nýjustu James Bond myndinni þar sem Daniel Craig bregður sér aftur í hlutverk hins harðsoðna njósnara í þjónustu hennar hátignar Bretadrottningar.

Fyrir jólin verður svo sýnd myndin Hobbit en sú saga er undanfari Hringadrottinssögu. Peter Jackson er við stjórnvölinn sem fyrr og gæti þessi mynd slegið öll fyrr aðsóknarmet í sögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×