Innlent

Guardian velur Arnald á topp tíu bestu í Evrópu

Arnaldur Indriðason þykir einn af tíu bestu spennusagnahöfundum Evrópu í dag. Hann hefur selt um sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu. Nordicphotos/Getty
Arnaldur Indriðason þykir einn af tíu bestu spennusagnahöfundum Evrópu í dag. Hann hefur selt um sjö milljónir eintaka af bókum sínum á heimsvísu. Nordicphotos/Getty
Arnaldur Indriðason er einn af tíu bestu spennusagnahöfundum Evrópu um þessar mundir. Þetta er niðurstaða greinar sem birtist í The Observer, sunnudagsútgáfu stórblaðsins The Guardian, um helgina.

Arnaldur er ekki í dónalegum félagsskap þarna því aðrir höfundar í hópi þeirra bestu eru Henning Mankell, sem selt hefur 30 milljón eintök af bókum sínum, Fred Vargas, Sjöwall og Wahlöö (sem flokkast ekki beint sem samtíðarmenn þessara rithöfunda en sleppa inn sem frumkvöðlar í spennusagnagerð á Norðurlöndunum) og hinn gríski Petros Markaris. Þá eru líka tíndir til Frakkarnir Pierre Magnan og Jean-Claude Izzo, hinn spænski Manuel Vázquez Montalbán, Andrea Camilleri frá Ítalíu og Timothy Williams.

Í umfjöllun um verk Arnaldar er aðalpersónan Erlendur kynnt til sögunnar og honum lýst sem þunglyndislegum og einmana manni sem sé þó afar fær í sínu starfi. Samneyti hans við annað fólk sé að mestu misheppnað og hann hafi aldrei jafnað sig á bróðurmissi í æsku. Myrkrið, erfið lífsskilyrði og mjög vont veður einkenni bækurnar og upplifunin sé í einu orði sagt stórkostleg.- hdm




Fleiri fréttir

Sjá meira


×