Viðskipti erlent

Superman blað selt á 250 milljónir

Eintak af fyrsta tölublaði Action Comics þar sem Superman er kynntur til sögunnar var slegið á netuppboði fyrir rúmar tvær milljónir dollara eða tæplega 250 milljónir króna. Er þetta þar með orðið dýrasta hasarmyndablað í sögunni.

Fyrra met átti annað eintak af sama tölublaði sem selt var á 1,5 milljónir dollara í mars s.l. Talið er að eintakið sem nú var selt hafi verið í eigu leikarans Nicolas Cage.

Tölublaðið kom út árið 1938 og kostaði þá 10 sent. Talið er að aðeins um 100 eintök séu enn til af þessu blaði og þar af séu sárafá í góðu ásigkomulagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×