Viðskipti erlent

Olíuframleiðsla Líbíu fer í 700.000 tunnur á dag um áramótin

Olíuframleiðslan í Líbíu verður komin í um 700.000 tunnur á dag um áramótin sem er nær helmingur af því sem framleiðslan var fyrir uppreisnina í landinu sem hófst í febrúar síðastliðnum.

Bráðabirgðastjórn landsins segir að olíuframleiðslan sé nú 570.000 tunnur á dag og áætlað sé að 130.000 tunnur bætist við fyrir áramótin.

Það muni hinsvegar taka nokkurn tíma að ná framleiðslunni upp í 1,6 milljón tunnur á dag eins og hún var í upphafi ársins. Stjórnin reiknar með því að sú framleiðsla náist næsta sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×