Viðskipti erlent

Markaðir ekki bjartsýnir á nýja þjóðstjórn Grikklands

Fjárfestar virðast ekki ýkja bjartsýnir á að ný þjóðstjórn sem tilkynnt verður í Grikklandi síðar í dag muni ráða við skuldavanda landsins.

Markaðir í Asíu enduðu allir í rauðum tölum í nótt. Að vísu var verðfallið ekki mikið því lækkunin á kauphallarvísitölum í Asíu var allsstaðar undir einu prósenti. Þráðurinn hélt áfram á mörkuðum í Evrópu í morgun en allar helstu kaupvísitölurnar þar eru um eða yfir eitt prósent í mínus það sem af er degi.

Fjölmiðlar í Grikklandi telja að næsti forsætisráðherra landsins verði annað hvort Lukas Papademos fyrrum aðstoðarbankastjóri Evrópska seðlabankans eða Evangelos Venizelos núverandi fjármálaráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×