Viðskipti erlent

Ryanair hagnast á krepputímum

Írska flugfélagið  Ryanair skilaði góðri afkomu framan af ári.
Írska flugfélagið Ryanair skilaði góðri afkomu framan af ári.
Rekstur Ryanair gengur vel og jókst hagnaður félagsins um 23% á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Fór úr 398 milljónum evra í 463 milljónir evra eftir skatt, að því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Félagið greindi enn fremur frá því að rekstráætlanir féalgsins gerðu ráð fyrir betri afkomu en áður.

Ryanair hefur frekar bætt í efnahagsþreningunum á heimsvísu undanfarin ár. Almenningur virðist frekar horfa til þess að nýta sér þjónustu lággjaldaflugfélaga en breska félagið Easy Jet hefur einnig sýnt góða afkomu það sem af er ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×