Viðskipti erlent

Markaðir rétta aðeins úr kútnum

Óróinn á fjármálamörkuðum heldur áfram og hefur verð á hlutabréfum lækkað mikið í Asíu í morgun en verðið fór þó hækkandi við lok viðskipta. Evrópumarkaðir voru einnig nokkuð stöðugir við opnun.

Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 2,8 prósent en náði þó að rétta sig aðeins upp fyrir lokun. Í Suður-Kóreu lækkaði aðal vísitalan um þrjú komma sex prósent og í Hong Kong um þrjú prósent eftir að hafa lækkað um heil sjö prósent.

Dow Jones vísitalan í New York lækkaði í gær um 5,6 prósent þrátt fyrir tilraunir Baracks Obama Bandaríkjaforseta til að róa fjárfesta. Slæmar fréttir frá Bandaríkjunum og Evrópu hafa mikil áhrif á fjárfesta í Asíu enda þurfa löndin þar að reiða sig í miklum mæli á útflutning til Bandaríkjanna og Evrópu.

Margir höfðu óttast enn frekari lækkanir á mörkuðum í Evrópu þegar þeir opnuðu klukkan sjö en FTSE vísitalan í London hækkaði þó um 0,85 prósent. DAX vísitalan í Frankfurt hækkaði enn meira eða um 1,32 prósent






Fleiri fréttir

Sjá meira


×