Viðskipti erlent

Meðalverð á hótelgistingu hækkar í fyrsta sinn síðan 2007

Verð á hótelgistingu í heiminum hækkaði um 2% að meðaltali á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðunni hotel.com en þar segir að þetta sé fyrsta árið síðan 2007 að hótelgisting hækkar í verði.

Verðlækkunin á hótelgistingu árið 2009 var hinsvegar svo mikil að enn er fólk að borga svipað fyrir að gista á hótelum og það gerði árið 2004 eða fyrir sjö árum síðan. Árið 2009 hrapaði meðalverð á hótelgistingu í heiminum um 13%.

Verðhækkunin á síðasta ári er mjög mismunandi eftir heimsálfum. Þannig stóð verðið í stað í Evrópu en hækkaði um 2% í Norður Ameríku og 1% í Suður Ameríku sem dæmi séu tekin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×