Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu fer aftur hækkandi

Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi í kjölfar loftárása bandamanna á skotmörk í Líbíu yfir helgina. Verðið á Brent olíunni hefur hækkað um rúm 2% í morgun og stendur í rétt tæpum 116 dollurum á tunnuna.

Fyrir aðeins viku síðan kostaði Brent olían 108 dollara á tunnuna. Verulega hefur dregið úr olíuframleiðslunni í Líbíu undanfarnar vikur og er hún nú aðeins fjórðungur af því sem hún var áður en uppreisnin hófst í landinu.

Samkvæmt frétt um málið á börsen.dk telja sérfræðingar að olíuverðið gæti farið yfir 120 dollara á tunnuna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×