Innlent

Víða hálka á vegum og él

Best að aka varlega.
Best að aka varlega.

Það eru hálkublettir á Hellisheiði en annars eru vegir víðast auðir á Suðurlandi. Stífur vindur er á Kjalarnesi.

Á Vesturlandi er autt í Borgarfirði og á Mýrum en það éljar á Snæfellsnesi og þar er sumsstaðar kominn krapi eða snjóþekja á veg. Í Dölunum er víðast hvar einhver hálka.

Á Vestfjörðum er ófært um Eyrarfjall í Djúpi og sömuleiðis Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði. Klettsháls er ófær en vonast er til að hann opnist fyrir hádegi.

Á Norðurlandi hefur snjóað víðast hvar og er verið að hreinsa vegi.

Á Austurlandi er hálka niðri á fjörðum en snjóþekja uppi á Héraði.

Ófært er um Breiðdalsheiði og Öxi.

Hálkublettir eru í kring um Vík í Mýrdal og sumstaðar á Suðausturlandi.

Að gefnu tilefni minnir Vegagerðin vegfarendur á að vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að sýna þar aðgát.

Sérstaklega er fólk beðið að fara varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík. Vegfarendur eru beðnir að virða hraðatakmarkanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×