Innlent

Skýrsla um Grímseyjarferju reiðarslag

Kolsvört skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup á Grímseyjarferju er reiðarslag, segir Kristján Möller samgönguráðherra. Hann rekur framúrkeyrsluna meðal annars mega rekja til skipaverkfræðings, Einars Hermannssonar, sem Vegagerðin fékk ráðgjöf hjá.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar um kaup og endurnýjun á Grímseyjarferju var gerð opinber í morgun. Og hún er ekki jákvæð. Ríkisendurskoðun telur að undirbúningurinn hafi verið ófullnægjandi, skoðun ferjunnar áður en hún var keypt hafi verið ábótavant. Þá gerðir ríkisendurskoðandi athugasemdir við losarabrag á kostnaðaráætlunum og segir fjölmargt í störfum verksalans - sem er Vélsmiðja Orms og Víglundar - vera gagnrýnivert. Þá hafi framvinda verksins verið mun hægari en samið var um. Í skýrslunni kemur einnig fram að kostnaður við kaup og endurbætur hafi verið áætlaður 150 milljónir króna þegar ríkisstjórnin heimilaði kaup á írsku ferjunni - nú sé hins vegar ljóst að kostnaðurinn verði að minnsta kosti 500 milljónir króna. Svo er höfuðið bitið af skömminni - í skýrslunni segir að hagkvæmast hefði verið að nota gamla Sæfara áfram.

Skýrslan var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×