Innlent

Ólögleg seðilgjöld?

Lóa Pind Aldísardóttir skrifar

Heimilin í landinu greiða upp undir hundrað og tuttugu þúsund krónur í seðilgjöld hvert á ári, sem forstjóri Neytendastofu segir oft tilhæfulaus og jafnvel ólögleg. Hann skorar á viðskiptaráðherra að beita sér fyrir lagasetningu sem dregur úr seðilgjöldum.

Við þekkjum öll þessi dularfullu gjöld sem læðast inn í gluggapóstinn okkar. Yfirleitt lágar upphæðir sem fæstir kippa sér upp við - en safnast þegar saman kemur. Fyrirtæki og stofnanir eru hugvitssamar í nafngiftum á kostnað við að láta okkur vita bréfleiðis hvað við skuldum viðkomandi. Gjaldið er meðal annars kallað seðilgjald, annar kostnaður, útskriftargjald, hér er til dæmis einn frumlegur sem rukkar bæði greiðsluseðilsgjald - og seðilgjald. Þessi er ekki síðri, vill rukka fyrir að tilkynna um skuldina.

Forstjóri Neytendastofu, Tryggvi Axelsson, vill skera upp herör gegn þessum innheimtugjöldum en stofan hefur fengið fjölmargar kvartanir um þau frá fólki og fyrirtækjum.

Tryggvi segir að nauðsynlegt gæti verið að setja almenn lög um innheimtukostnað og segir að Neytendastofa muni skora á viðskiptaráðherra að skoða það rækilega.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er verið að skoða þetta mál í viðskiptaráðuneytinu.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×