Innlent

Um hundrað jarðskjálftar við Upptyppinga í dag.

Hátt í hundrað jarðskjálftar hafa mælst við Upptyppinga í dag, í skjálftahrinu sem enn stendur yfir. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst þar í þessari viku og er hópur vísindamanna nú á leið á svæðið. Þá er lögreglan á Húsavík og Seyðisfirði í viðbragðsstöðu ef til eldsumbrota kæmi.

Hátt í hundrað jarðskjálftar hafa mælst við upptyppinga í dag, í skjálftahrinu sem enn stendur yfir. Rúmlega 300 skjálftar hafa mælst þar í þessari viku og er hópur vísindamanna er nú á leið á svæðið. Þá er lögreglan á Húsavík og Seyðisfirði í viðbragðsstöðu ef til eldsumbrota kæmii.

Vísinidamennirnir lögðu af stað frá Reykjavík í morgun og gera ráð fyrir að vera komnir á svæðin í fyrramálið. Skjálftahrinan við Upptyppinga hefur staðið yfir með hléum frá því í febrúarlok en nú virðist sem styttra sé á milli hrina en áður. Skjálftarnir eru allir á miklu dýpi og undir þremur á Ricter á stærð en það þykir benda til kvikuhreyfinga. Nú rétt fyrir fréttir höfðu mælst um 100 skjálftar á svæðinu og eins og sjá má á þessu korti þá eru þeir afar staðbundnir. Upptyppingar er hluti af eldstöðvarkerfinu í Kverkfjöllum og því munu vísindamennirnir setja upp mæla frá Kverkfjöllum og norður að Öskju og að Upptyppingum.

Í fréttum að undanförnu hafa komið fram mismunandi skoðaðir á því hvort líklegt þyki að hrinunum ljúki með eldsumbrotum.

Hvað sem því líður þá er lögreglan á svæðinu alltént í viðbragðsstöðu. Á miðvikudag funduðu lögreglustjórar ásamt deildarstjóra almannavarnardeildar um ástandið og var ákveðið að hefja undirbúning viðbragða við hugsanlegum eldsumbrotum, hvernig staðið yrði að lokun vega og hver verkaskipting milli umdæmanna og almannavarna skyldi háttað. Engin bráð hætta er þó á ferðum en gos á þessum stað er fjarri mannabyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×