Innlent

Átján ára aldurstakmark inn á tjaldsvæði á Siglufirði

Siglufjörður
Siglufjörður MYND/365

Aðstandendur Síldarævintýris á Siglufirði vilja í ljósi umræðu um aldurstakmörk á tjaldsvæðum um verslunarmannahelgina taka það fram að börnum yngri en 18 ára er bannaður aðgangur að tjaldsvæðum á Siglufirði nema þau séu í fylgd foreldra eða forráðamanna.

"Þessu verður framfylgt mjög vandlega af gæslufólki og lögreglu og mega gestir búast við því að þurfa að sanna aldur sinn með skilríkjum.

Mjög strangar reglur eru á tjaldsvæðum bæjarins og brot á einhverjum þeirra munu orsaka tafarlausa brottvísun viðkomandi aðila," segir í tilkynningu frá aðstandendum Síldarævintýrisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×