Innlent

Aukið samstarf við Nýfundnaland og Labrador

Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt Danny Williams, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador
Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt Danny Williams, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador MYND/Halldór Árnason

Geir H. Haarde forsætisráðherra og Danny Williams, forsætisráðherra Nýfundnalands og Labrador vilja vinna að gerð sérstaks samkomulags um aukið samstarf þessara tveggja granna við Norður-Atlantshaf. Geir átt í dag fund með Williams í St. John's þar sem fjallað var um samskiptin við þetta norðvestlægasta fylki Kanada og hugsanlega eflingu á milli Íslands og fylkisins.

Ráðherrarnir ákváðu að hefja vinnu við gerð sérstaks samkomulags sem myndi leggja grunninn að auknu samstarfi til dæmis á sviði sjávarútvegsmála, samgöngumála, orkumála og menningarmála.

Ráðherrarnir voru sammála um að landfræðileg nánd og um margt svipaðar aðstæður gæfu tilefni til að íslensk stjórnvöld og fylkisstjórnin stuðluðu að virkari og margþættari tengslum stjórnvalda, stofnana og fyrirtækja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×