Innlent

Forvarnarfé skilyrði þess að lækka áfengiskaupaaldur

Ef lækka á áfengiskaupaaldur niður í átján ár þarf að fylgja stóraukið fé til forvarna, segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sem lagði fram frumvarp fyrir fjórum árum þess efnis.

Sem þingmaður Samfylkingar lagði Jóhanna Sigurðardóttir fyrir frumvarp á alþingi sem var dreift haustið 2003. Sextán þingmenn Samfylkingar, Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra stóðu að frumvarpinu. Tilgangurinn var að breyta áfengislögum á þann veg lækka áfengiskaupaaldurinn niður í 18 ár, þannig að ungmenni milli 18 ára og tvítugs mættu kaupa bjór og léttvín með minna en tuttugu og tveggja prósenta áfengisstyrkleika. Rökin voru þau að með því væri verið að samræma réttindi og skyldur ungs fólks en 18 ára mega menn gifta sig og kjósa, eru kjörgengir og fjárráða. En nú er Jóhanna félagsmálaráðherra og var í morgun eftir ríkisstjórnarfund spurð hvort hún væri enn sama sinnis. Hún sagðist hafa hætt við málið eftir að ljóst varð að hún fengi ekki stuðning til að stórauka fé til forvarna, enda væri það skilyrði þess að hækka áfengiskaupaaldurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×