Innlent

Bensínverð lækkar í dag

Olíufélögin hafa verið að lækka verð á bensíni í dag um hátt í fjórar krónur á lítrann, og kostar hann á mannlausum sjálfsafgreiðslustöðvum almennt innan við hundrað tuttugu og eina króna. Þetta er í samræmi við lækkun á heimsmarkaði.

Olíutonnið var komið í rúma 800 dollara fyrir rúmri viku en er komið niður undir 700 dollara núna. Þegar álíka uppsveifla varð fyrir ári fór lítrinn hér á landi í sjálfsölu upp í 133 krónur, en þá var krónan veikari gaganvart dollar en nú. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×