Innlent

Segir ný lög um einkasýningar stríða gegn atvinnufrelsi

Ný lög sem banna með öllu hvers konar einkasýningar á nektardansstöðum stríða gegn atvinnufrelsi. Þetta segir lögmaður eiganda Goldfingers. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi er ósammála túlkun Héraðsdóms Reykjaness á vafa með hugtakið "lokað rými".

Samkvæmt túlkun dómsins eru kjörklefar ekki heldur lokuð rými, eins og þeir eiga þó að vera samkvæmt kosningalögum. Eigandi Goldfingers og dansstúlka á staðnum, voru í gær sýknuð af ákæru um að hafa staðið að einkadansi í lokuðu rými, sem stríðir gegn lögreglusamþykkt Kópavogsbæjar. Dómurinn mat að klefinn væri ekki lokað rými vegna tjalds, sem veiti lögreglumönnum greiðan aðgang.

Samkvæmt dómnum eru kjörklefar ekki heldur lokuð rými, þrátt fyrir að í lögum um sveitarstjórnarkosningar segi að að kjósandinn eigi að vera einn í kjörklefanum og að um þá sé þannig búð að utan frá verði hvorki í þá gengið né séð.

Ný lög um veitingastaði sem tóku gildi 1. júlí taka af allan vafa og banna einkadans með öllu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×