Innlent

117 tonna spennar eru þyngstu hlutir sem hafa farið eftir vegakerfinu

Mynd/Framkvæmdafréttir

117 tonna spennar hafa verið fluttir eftir þjóðvegum frá Reyðarfirði í stöðvarhús Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal í sumar. Spennarnir eru þyngstu hlutir sem farið hafa eftir vegakerfinu. Þar að auki er flutningabúnaður 74 tonn og heildarþungi því 191 tonn. Mikil vinna var lögð í að reikna út burðargetu brúa á leiðinni.

Það reyndist vera Grímsá á Völlum sem var veikasti hlekkurinn vegna lengdar, en brúin er 70 m löng í tveimur höfum. Við mælingu á sigi brúarbitana kom í ljós að bitinn seig um a.m.k. 7 sm í miðju hafi á meðan vafnlestin fór yfir brúna.

Flutninga þessa annaðist fyrirtækið Mammoet frá Hollandi fyrir Eimskip og komu þeir með flutningsbúnaðinn með sér að utan þar sem ekki var til slíkur búnaður á Íslandi.

Framkvæmdafréttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×