Innlent

Keppt í kleinubakstri á Egilstöðum

Vinningshafar og dómnefnd; frá vinstri, Hákon, Sveinbjörg, Sigríður, Jóna og Ágústa Ósk.
Vinningshafar og dómnefnd; frá vinstri, Hákon, Sveinbjörg, Sigríður, Jóna og Ágústa Ósk.

Fjórðungsmót Minjasafns Austurlands í kleinubakstri var haldið á Egilstöðum í gær, en þá var jafnframt íslenski safnadagurinn. Voru keppendur beðnir um að koma með 15 bakaðar kleinur sem yrðu dæmdar eftir útliti, bragði og áferð.

Dómarar voru þau Ágústa Ósk Jónsdóttir, Hákon Aðalsteinsson og Sigríður Sigmundsdóttir og fengu kleinurnar stig í hverjum flokki. Að lokinni kleinusmökkun var ljóst hverjir vinningshafarnir voru.

Í fyrsta sæti var Jóna Ingimarsdóttir með 33 stig og fékk hún að launum 10.000kr. inneign í Kaupþing banka. Næst á eftir henni, með 31 stig, kom Sveinbjörg Sveinsbjörnsdóttir sem fékk í verðlaun 7.000kr úttekt hjá KHB.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×